Dregið var í leiknum 22. júní
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna.
Eiður Smári Gudjohnsen er óumdeilanlega einn farsælasti íþróttamaður íslensku þjóðarinnar frá upphafi. Hann er fyrirmynd og gangandi sönnun þess að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það sem færri vita er að Eiður Smári hefur borðað skyr frá því að hann man eftir sér og er sannfærður um að skyrið hafi skipað stórt hlutverk í árangri hans sem íþróttamanns. Mataræði er mikilvægur þáttur í lífi hvers manns og þá sérstaklega íþróttamanna, en endurtekin áreynsla á vöðva og bein útheimtir að íþróttafólk þarf að gæta þess að neyta bæði prótein- og kalkríkrar fæðu. Skyr.is rímar afar vel við þá skilgreiningu.
„Ég var alinn upp á því að borða skyr og ég vil meina
að það hafi spilað stórt hlutverk í velgengni
minni sem knattspyrnumaður.“
Eiður Smári var varla byrjaður að tala þegar hann var farinn að biðja um skyr við matarborðið þar sem hann sló í borðið og heimtaði „gyð“ og enn þann dag í dag er það órjúfanlegur hluti af hans mataræði. Hann hefur spilað fótbolta um allan heim sem atvinnumaður og er enn að. Allan þennan tíma hefur hann notað hvert tækifæri til að biðja fjölskyldu, vini og vandamenn um að grípa með sér nokkrar skyrdósir ef þau hafa verið væntanleg út til hans í heimsókn. Það er því engin tilviljun að Eiður Smári sé í aðalhlutverki í þessari nýju auglýsingaherferð Skyr.is, „Íslenskt alla leið“, og hvetur hann alla til að setja sér markmið til að stefna að.
„Ísland hefur alltaf verið merki mitt og stolt.
Innan vallar sem utan.“